Færslur: 2020 Janúar

28.01.2020 08:33

Endalausar brælur

50 STORMVIÐVARANIR FRÁ ÁRAMÓTUM

Örfirisey RE. mynd Brim 

,,Það er alls ekki hægt að kvarta yfir aflabrögðunum þegar við höfum getað verið að veiðum vegna veðurs. Vandinn er sá að það er alltaf kolvitlaust veður.

Elstu reynsluboltarnir um borð muna ekki annað eins og ég held að ég muni það rétt að búið sé að gefa út 50 stormviðvaranir frá áramótum,“

sagði Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE, er rætt var við hann nú síðdegis.

Ævar segir að farið hafi verið úr höfn í Reykjavík 2. janúar sl.

,,Við höfum veiðar á Vestfjarðamiðum og byrjuðum á að fá góða ufsaveiði á Halanum. Dvölin á miðunum var þó skemmri en við áttum von á og við hröktumst á brott undan veðri.

Austfjarðamið voru eini staðurinn sem hægt var að vera á og við fórum því þangað ásamt miklum fjölda skipa.

Veiðin var góð en uppistaða aflans fyrir austan var þorskur sem ekki er okkar kjörtegund,“ segir Ævar og veiðum fyrir austan var því sjálfhætt.

Að sögn Ævars var á þessum tíma gefin út góð veðurspá fyrir SV-mið og menn hugðu því gott til glóðarinnar.

,,Þegar til kastanna kom þá rættist ekki spáin og því má segja að allan seinni hluta veiðiferðarinnar höfum við gripið þá dagsparta sem á annað borð hefur verið hægt að stunda veiðar.

Aflinn hefur aðallega verið karfi en einnig ufsi. Það er mikið líf í sjónum og við sjáum að það er stutt í að vetrarvertíðin hefjist.“

Að sögn Ævars getur SV-áttin verið rosalega hvöss og erfið.

,,Til marks um það má nefna að við lágum í vari inni á Stakksfirði, ekki langt frá Keflavík, í heila fjóra sólarhringa. Ein lægð á dag og hvassviðrið sem fylgir er ekki það versta.

Sjólagið er verst og sjórinn nær ekki að ganga niður þó það dúri á milli lægða. Það er búin að vera 9-10 metra ölduhæð samkvæt baujunni út af Garðskaga í lengri tíma

og í slíku ofsaveðri er ekki hægt að stunda veiðar,“ segir Ævar Jóhannsson.

Von er á Örfirisey til löndunar í Reykjavík í fyrramálið. Aflinn er um 530 tonn af fiski upp úr sjó sem teljast verður góður afli í ljósi þeirra miklu frátafa sem urðu á veiðum vegna veðurs.

 

27.01.2020 21:08

Árni Sigurpáls SH 699

           2049 Árni Sigurpáls SH 699 Mynd Hjalti Hálfdánarsson 26 jan 2020

27.01.2020 16:15

Polar Amaroc sigldi á Isjaka

     Stefnið á Pólar Amaroc mynd Hjalti Hálfdánarsson 

Polar Amaroc við bryggju i Hafnarfirði mynd Hjalti Hálfd

Skipstjórinn bjartsýnn á loðnuvertíð. Gat kom á stefnisperu bátsins norður af Hala en verið er að lagfæra skemmdina.

Loðnuleitarskipin eru komin til hafnar í bili og árangurinn hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni. Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska skipinu Polar Amaroq, segist engu að síður telja líkur á loðnuvertíð.

Fréttir að afloknum loðnuleitarleiðangrinum á dögunum hafa ekki gefið tilefni til bjartsýni hvað loðnuvertíð varðar. Eitt þeirra skipa sem tóku þátt í leiðangrinum var grænlenska skipið Polar Amaroq og skipstjóri þar um borð var Geir Zoëga. Heimasíðan sló á þráðinn til Geirs og spurði hvort hann teldi að líkur væru á loðnuvertíð.

„Staðreyndin er sú að það er loðna víða og ég er alltaf fullur bjartsýni. Það er loðna á 170 sjómílna belti en hún er ekki þétt og því erfitt að mæla hana,“ segir hann í spjalli við heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Ég hef tröllatrú á að það verði loðnuvertíð.“

Hann segir veður hafa truflað verulega loðnuleitina. Skipið lenti auk þess inn í ísspöng tíu mílur norður af Hala og kom þar gat á stefnisperuna.

„Ísinn sást illa í radar en þetta voru smájakar sem lágu í yfirborðinu. Við keyrðum á einhverja jaka og vorum síðan heilan klukkutíma að koma okkur út úr ísspönginni. Þegar við vorum komnir inn á Ísafjörð uppgötvuðum við að það hefði komið gat á stefnisperu bátsins vegna áreksturs við ísjaka. Þetta var ekki alvarlegt vegna þess að gatið opnaði einungis leið fyrir sjó inn í sjótank í stefni skipsins. Nú er verið að loka gatinu þannig að þetta verður allt í góðu lagi. Við erum tilbúnir að taka þátt í öðrum loðnuleitarleiðangri ef á þarf að halda en fyrirhugað er að fara í slíkan leiðangur snemma í febrúar. Ég hef tröllatrú á að niðurstaða hans verði jákvæðari. Að mínu mati ætti að gefa út einhvern smákvóta til þess að öll loðnuskip haldi til veiða og leiti. Íslensku loðnuskipin eru einungis 17 í dag og gott væri að fá þau öll út til að skima eftir loðnunni. Þetta er annað en fyrir 30 árum þegar loðnuskipin skiptu mörgum tugum,“ segir Geir Zoëga. 

Í tengslum við þetta rifjar heimasíða Síldarvinnslunnar upp að í ársbyrjun 2017 ríkti mikil svartsýni um loðnuveiðar.

„Lagt var til að heildaraflamark á vertíðinni yrði einungis 57 þúsund tonn og hófu norsk skip veiðar við landið á meðan íslensk skip voru bundin vegna verkfalls. Þegar norsku skipin komu á miðin fundu þau mikla loðnu sem virtist koma fræðimönnum í opna skjöldu. Efnt var til nýs leitarleiðangurs í byrjun febrúar og í kjölfar hans var kvótinn fimmfaldaður. Staðreyndin er sú að loðnan getur komið mönnum á óvart rétt eins og síldin hefur margsinnis gert," segir skrifari síðunnar.

Ennfremur er haft eftir Gunnþóri B. Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, að full ástæða sé til að rifja upp reynsluna frá 2017 í þessum efnum og halda í þá trú að það verði loðnuvertíð.

„Ég er fullur bjartsýni, það þýðir ekkert annað,“ segir hann.

27.01.2020 14:28

Góð aflabrögð á Pollinum

 

              Trillur á Pollinum 26 Jan  mynd þorgeir Baldursson

27.01.2020 08:23

Skipamyndir Úr Reykjavikurhöfn

Eirkur Sigurðsson sendi mér nokkrar myndir i gær sem að voru teknar i Reykjavikurhöfn  

      Vikingur AK 100 og Venus NS 150 mynd Eirikur Sigurðsson 26 jan 2020

                 Venus NS 150 mynd Eirikur Sigurssson 26 jan 2020

               Pálina Þórunn GK 49 mynd Eirikur Sigurðsson 26 jan 2020

 

 

26.01.2020 15:07

Kaffispjall og hnifabrýning i Ólabúð

Það er oftast lif og fjör i Ólabúð sem að er i eigu Ibba Bald þar koma saman margir snillingar 

til skrafs og ráðagerða enda samfélagið i Bótinn all sérstakt en hérna koma nokkrar myndir 

 

      Ivar Baldursson Mynd þorgeir Baldursson 2020

                      Kaffispjall mynd þorgeir Baldursson 2020

                       Málin krufin mynd þorgeir Baldursson 2020

                                Atli Rita mynd þorgeir Baldursson 2020

       Grétar Hallsson dregur hnif mynd þorgeir 2020

             ibbi Bald Fylgist með Gretari mynd þorgeir Baldursson 2020

                  Grétar Stálar  mynd þorgeir 2020

 

25.01.2020 22:24

Hvalasöngurinn ómar i Eyjafirði

 
 

  Frettamaður Rúv og Tökumaður á Leið i Hvalaskoðun mynd þorgeir 2020

      500 Whales EA 200 á leið i hvalaskoðunn Mynd þorgeir Baldursson 2020

    Whales EA 200 á Pollinum hnúfubakur fyrir framan mynd þorgeir 2020

 
     Hnúfubakur i Djúpköfun mynd þorgeir 2020

 

Tveir hnúfubakar hafa haldið sig í og við Pollinn á Akureyri undanfarna mánuði. Verið er að rannsaka hvað skýrir auknar hvalagöngur í Eyjafjörð og hafa vísindamenn orðið þess áskynja að tilhugalífið í firðinum sé í fullum blóma.

Það þótti tíðindum sæta ef hvalur sást í Eyjafirði hér á árum áður en honum hefur fjölgað mjög síðustu ár.

Hann heldur líka sífellt lengra inn fjörðinn og í vetur hafa tveir hnúfubakar gert sig heimakomna á Pollinum, heimamönnum og ferðamönnum til mikillar ánægju.

„Þeir hafa verið að kynna sér miðbæinn hjá okkur hérna á Akureyri enda heilmikið að sjá.

Og þeir eru búnir að vera hérna inni á Polli hjá okkur núna í mestallan vetur. Sem er í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Júlíus Freyr Theódórsson, leiðsögumaður um borð í hvalaskoðunarskipinu Whales  200

        Július Freyr Theódórsson mynd þorgeir Baldursson jan 2020

Komin með hval á síðuna eftir fimm mínútur

Venjulega gerir hvalaskoðunarskipið Whales út frá Hauganesi  norðar í Eyjafirði en nú er orðið styttra að sækja í hvalinn frá Akureyri.

„Við þurftum að sækja lengra út og svo var ekki mikið af hval hérna ef við hugsum aðeins lengra aftur í tímann.

Það eru að verða einhverjar breytingar í hafinu þannig að það er nóg af hval eins og staðan er núna. 

Þú ferð út og fimm til sjö mínútum seinna, ef þú ert heppinn, þá ertu kominn með hval á síðuna. Það bara verður ekki betra en það.“

                  1487 Máni  EA 307 mynd þorgeir Baldursson 2019

Nóg af fæðu í Eyjafirði

     Edda um borð i  7564 Arcpath   mynd þorgeir Baldursson  jan 2020

 

Edda Elísabet Magnúsdóttir hefur rannsakað hvali í Eyjafirði og hún reynir nú að komast að því hvað það er sem fær þá til að dvelja langdvölum nyrðra í stað þess að halda suður á bóginn þar sem þeir makast.

Vitað er að nóg er af fæðu en verið er að skoða betur samsetningu hennar og hvaða dýr það eru sem dvelja hér veturlangt.

Þetta eru líklega ung dýr sem hafa ekki nægilega orku til að synda sex þúsund kílómetra leið suður eftir og svo kvendýr sem eru í hvíld eftir að vera búin að kelfa.

„Svo að við vitum núna að á veturna eru bæði karldýr og kvendýr á svæðinu.

Karldýrin meira að segja syngja og það eru svona mökunarsöngvar eða auglýsingasöngvar, sjáið mig ég er frábær.

Og það gera þeir bara á æxlunartíma, þegar þeir eru frjóir. Svo það er margt sem bendir til þess að þeir alla vega svona sýni sig og reyni að ná sér í maka hér á norðurslóðum og jafnvel sleppi því að fara; eða fara.“

Edda hefur komið sendum á Hnúfubakana og i gær lostnaði einn þeirra af rétt við Torfunes bryggjuna en þau fundu hann aftur 

og hérna eru þau alsæl með sendinn 

    Edda og samstafsfólk alsælt með að finna sendinn mynd þorgeir Baldursson 

     Sendirinn fundinn Edda ásamt samstarfsfólki mynd þorgeir jan 2020

 
 
 Edda Magnúsdóttir með sendinn Mynd þorgeir 2020

Ferðamennirnir alsælir

Ferðamennirnir í hvalaskoðunarferð dagsins voru afar ánægðir með afrakstur dagsins.

„Það var stórfenglegt að komast svo nærri hvölunum. Það hef ég aldrei áður gert,“ segir Elissa Wells frá Bandaríkjunum.

Félagi hennar, Ben Gibbons frá Ástralíu, tekur undir það. "Það jafnast ekkert á við að sjá þá með sporðinn á lofti. Þetta eru magnaðar verur.“

Heimild Rúv

Myndir Þorgeir Baldursson 

25.01.2020 18:31

Litið finnst af loðnu

             2881 Venus NS150 Mynd Hilmar Kárasson 

 

Loðnubrestur annað árið í röð kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum.

Loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar hófst fimmtudaginn 16. janúar.

Þegar Fiskifréttir heyrðu í Birki Bárðarsyni leiðangursstjóra síðdegis á þriðjudag hafði lítið sést af loðnu fyrir austan land og norðan.

„Það er ekki að sjá að hún sé gengin austur fyrir Kolbeinsey, en við höfum alveg séð dæmi þess að hún komi svona seint. Sérstaklega undanfarin ár.“

Aftur var slegið á þráðinn til Birkis nú í morgun eftir að svæðið vestur af Kolbeinseyjarhrygg og allt vestur á Kögurgrunn hafði verið kannað. „

Við fundum loðnutorfur þarna með landgrunnskantinum, en ekki í miklu magni. Það var ekki eins mikið og maður hefði vonað. Ekki neitt sem gefur tilefni til að það verði gefinn út kvóti.“

Ekki hefur viðrað vel það sem af er leiðangrinum og fyrirsjáanlegt að fleiri bræludagar séu framundan. Nú eru þrjú skip í loðnuleitinni, hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fiskiskipunum Polar Amarok og Hákoni.

Til að byrja með voru tvö önnur skip með í för, Ásgrímur Halldórsson og Bjarni Ólafsson.

Skipin eru nú komin í var á Ísafirði en halda væntanlega út aftur á morgun til að klára svæðið út af Vestfjörðum.

                             1742 Kap Ve 4 Mynd Óskar Pétur Friðriksson  

Samfelld yfirferð mikilvæg

„Við höfum gert þetta í auknum mæli að vera í samstarfi við útgerðir og reyna að vinna þetta hratt og vel með mörgum skipum.

Við fáum svo litla veðurglugga en það er svo mikilvægt að fá samfellda yfirferð þegar við erum að mæla.“

Loðnubresturinn í fyrra hafði veruleg áhrif á fyrirtæki og bæjarfélög á Austfjörðum og Suðurlandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að bregðist loðnan annað árið í röð kæmi það harðast niður á Vestmannaeyjum,

enda hafa Vestmannaeyjar verið stærsta löndunarhöfn loðnu á síðustu árum.

Á árunum 2016 til 2018 var að meðaltali 29% aflans landað þar, en næst kemur Neskaupstaður með 22% aflans og síðan Vopnafjörður með 11,5% löndunar.

Mikil óvissa ríkir um stofnstærð loðnu og þar með um loðnuvertíð ársins en frá því loðnuveiðar hófust hér við land árið 1963 hefur loðnubrestur aldrei orðið tvö ár í röð.

             2407 Hákon EA148 mynd þorgeir Baldursson  jan 2020

Einungis tólf fyrirtæki

Í Hagsjá Landsbankans, sem birt var síðastliðinn föstudag, segir að loðna hafi lengi verið ein mikilvægasta útflutningsvara sjávarútvegsins og á síðustu árum hafi hún skilað næstmesta útflutningsverðmætinu á eftir þorski.

„Öfugt við marga aðra fiskistofna og þá sérstaklega botnfiskstofna dreifast tekjur af loðnu tiltölulega lítið milli fyrirtækja og byggðarlaga. Þannig voru einungis 12 fyrirtæki með veiðirétt á loðnu í fyrra.

Þau fjögur fyrirtæki sem eru með mestu hlutdeildina eru samtals með 64,9% eða tæplega 2/3 kvótans,“ segir í Hagsjánni.

„Hámarkshlutdeild í loðnu á hvert eitt fyrirtæki er 20%. Ísfélag Vestmannaeyja er mjög nálægt því þaki en hlutdeild fyrirtækisins er 19,99%. Næsta félag á eftir er Brim með 18%, síðan kemur Síldarvinnslan með 16% og Vinnslustöðin með 10,9%.

Þau félög sem eru með minnstu hlutdeildina eru Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði (1,75% hlutdeild), Huginn (1,4%) og Rammi (0,65%).“

25.01.2020 15:32

Sólberg ÓF 1 i Slipp

     Sólberg ÓF 1 i slipp Mynd þorgeir Baldursson 

25.01.2020 14:11

Húnakaffi i morgun

                  108 Húni 11 EA 740 Mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2020

                 úr kaffinu i morgun  mynd þorgeir Baldursson 2020

         Davið Hauksson og Ásdis Árnadóttir Mynd þorgeir Baldursson 

           Ingimar Tryggvasson Vélstjóri mynd þorgeir Baldursson 25 jan 2020

            Aðalvel Húna er Mitsubishi 650 hp mynd þorgeir Baldursson 

              Allt i röð og reglu hjá Véstjórunum mynd þorgeir Baldursson 

Það var að venju góð mæting i kaffið i morgun og mikið skrafað sett i gang og kúplað saman 

og aðalvélin látin ganga góðastund svo að bæði hitnuðu  girinn og vélin allt i toppstandi 

ég velti enn fyrir mér þessum mismuni á styrkjum 

Húsafriðunnar  og fornbáta skrár ég hélt að það væri jafn mikið atriði að vermda sögu sjávarúrvegsins 

eins og gamalla húsa að minnsta  kosti ættu styrkirnir að vera i svipuðu samræmi 

læt hér koma frétt  úr Fiskifrettum þar sem að fjallað er um þetta 

Nýútgefin fornbátaskrá Sambands íslenskra sjóminjasafna sýnir að hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir.

Styrkir til verndunar báta og skipa eru hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingu í varðveislu þeirra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Sambands íslenskra sjóminjasafna sem gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa.

Tilgangurinn með gerð fornbátaskrárinnar er að safna upplýsingum um varðveitta fornbáta og gefa yfirlit yfir stöðu bátaverndar í landinu; þ.e. hvaða bátar hafa verið teknir til varðveislu,

gefa greinargóða lýsingu á þeim, segja sögu þeirra o.fl. Lögð var áhersla á gildi einstakra báta en einnig að fá yfirsýn yfir hvað til er í landinu og draga fram sérstöðu bátanna sem hluta af heild.

Skránni er ætlað að stuðla að bættri bátavernd og auðvelda alla vinnu við ákvarðatökur um hvað æskilegt sé að varðveita til framtíðar og hvað ekki. Það getur bæði átt við um ný aðföng á söfnum,

báta sem ekki hafa hlotið formlega viðurkenningu sem safngripir og grisjun, en þá er yfirsýn grundvallaratriði. Þá mun skráin væntanlega einnig koma að gagni við styrkveitingar.

Ennfremur er skránni ætlað er að gera bátaarfinn sýnilegan umfram það sem nú er í þeirri von að auka skilning stjórnvalda og almennings á gildi hans.

Skráin mun jafnframt stórbæta aðgengi almennings að þessum hluta menningararfsins og auðvelda frekari rannsóknarvinnu.

Skráin tekur til báta í vörslu safna, sýninga og setra sem og báta á skipaskrá Samgöngustofu (þ.e. eru sjófærir) og eru eldri en frá 1950, en samkvæmt núgildandi lögum eru þeir aldursfriðaðir.

Heildarfjöldi báta í skránni er um 190. Fyrirhugað er að halda skráningunni áfram með því að láta hana ná einnig til báta í einkaeigu.

Leiðarvísir á varðveislugildi

Tilgangurinn með gerð leiðarvísisins er fyrst og fremst að stuðla að bættri bátavernd og gera alla vinnu markvissari við ákvarðatökur um hvað æskilegt sé að varðveita til framtíðar og hvað ekki.

Einnig að vera hjálpartæki við endurmat á varðveislugildi báta.

Við vinnslu þessa leiðarvísis hefur verið tekið mið af hliðstæðum matsreglum á Norðurlöndunum. Segja má að ýmsar hugmyndir og verklag í leiðarvísinum séu fengnar að láni, sérstaklega frá Danmörku,

en sumt er frumsmíði eða innblásið af norrænum fyrirmyndum. Í þessu sambandi má nefna að Norðurlöndin hafa ákveðið samráð sín á milli við bátavernd og sækja gjarnan hugmyndir hvert hjá öðru til að hafa til hliðsjónar við mótun eigin reglna.

Settir eru fram matsþættir, í fimm liðum, við mat á varðveislugildi báta, þ.e. menningarsögulegt gildi, upprunalegt ástand, upplifunar og fagurfræðilegt gildi, ástand, sjóhæfni og notkun.

Allir matsþættir undir hverjum lið fyrir sig fá einkunn og að lokum er reiknað meðaltal.

Bátafriðunarsjóður

Á Íslandi er ekki til bátafriðunarsjóður. Hann hefur lengi verið mikið áhugamál aðildarfélaga sambandsins. Bátafriðunarsjóður hefur verið til umræðu á Alþingi í tvígang, árin 2000 og 2011, en aldrei orðið að veruleika.

Nú er hægt að sækja um styrki í fornminjasjóð fyrir viðhaldi á bátum og skipum, sérstaklega þeim sem eru eldri en 1950. Framlög í sjóðinn eru hins vegar allt of lág til að sinna öllum þeim verkefnum sem honum eru falin,

m.a. fyrir það að honum er einnig ætlað að fjármagna fornleifarannsóknir í landinu.

Stjórn sambandsins hefur tekið saman yfirlit yfir framlög úr Fornminjasjóði frá árinu 2013, en það var fyrsta árið sem sjóðnum var falið það hlutverk að veita styrki til verndunar báta og skipa, til ársins 2019.

Alls nemur úthlutunin, til báta og skipa, á þessu tímabili um 13,5 milljónum króna sem er aðeins um 5% af heildarúthlutun sjóðsins á framagreindu tímabili.

Á sama tíma hefur Húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndunar húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljarði króna.

 

24.01.2020 09:44

Sigurður Ve 15 á Loðnuveiðum

                          2883 Sigurður Ve 15 Mynd Hilmar Kárasson  

23.01.2020 08:01

Gamli Aðalsteinn Jónsson Brennur i Barentshafi

eldur varð laus í rússneska togaranum Enima Astralis þar sem hann var á veiðum í Barentshafi á þriðjudagsmorgun.

Greint var frá þessu í færeyska netmiðlinum Fishfacts sem birtir myndskeið frá brunanum á lokaðri heimasíðu sinni.

Myndskeiðið, sem var tekið af skipstjóra skipsins sem fyrst kom á vettvang, má einnig skoða á vefsíðu Fiskeribladet. no.

Skipið var smíðað í Myklabust Mek skipasmíðastöðinni í Noregi árið 2002 og hét fyrst Ytterstad.

Árið 2006 keypti Eskja á Eskifirði skipið og hét það þá Aðalsteinn Jónsson.

Prime Fisheries á Grænlandi keypti það af Eskju árið 2017 en seldi það skömmu síðar til rússneskrar útgerðar í Vladivostok.

Áhöfn Enima Astralis var bjargað í nærstatt skip og björgunarskip var komið á slysstað skömmu eftir að eldurinn kviknaði.

Enima Astralis er 77 metra langt, 14,5 metra breitt og er 3.129 brúttótonn.

   Heimild Fiskifrettir 

 

       Enima Astralis ex Aðalsteinn Jónsson SU 11 Mynd þorgeir Baldursson 

 

22.01.2020 22:28

Kaldbakur EA 1 á útleið eftir löndun

                 2891 Kaldbakur EA1 mynd þorgeir Baldursson 2020

22.01.2020 20:40

Hákon EA 148 á Akueyri

          2407 Hákon EA148  loðnuleit Mynd þorgeir Baldursson 2020

22.01.2020 19:19

Margret EA710 á Akureyri i dag

       2903 Margret EA710 mynd þorgeir Baldursson 22 jan 2020

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is